Við flugum frá Filipseyjum beint til Hanoi, höfuðborgar Vietnam. Á flugvellinum beið okkar strákur frá hostelinu sem var að sækja okkur. Hann var með spjald með nöfnunum okkar á og voða fínt:)
Við gistum fyrst 2 nætur í Hanoi og eiddum tímanum þar í að labba um og skoða borgina. Hún er mjög skemmtileg og ólík öllu sem maður hefur áður séð. Göturnar eru pakkaðar af vespum, bílum og fólki og gangstéttar eru ekki notaðar til að ganga á, heldur til að leggja vespum og selja ýmsan varning. Meðal annar finnur maður Phó (núðlusúpu) á hverju einasta götuhorni og kostar súpan um 250 - 300kr íslenskar. Auðvitað fær maður sér bjór með og kostar glasið um 30 - 80kr íslenskar.
Frá Hanoi fórum við í 2 nátta siglingu um Halong Bay, sem er rosalega fræg náttúruperla. Við skoðuðum helli fyrsta daginn og fórum á kayak um fljótandi þorp áður en við lögðum bátnum á gististaðnum, þar sem allir fengu að hoppa í sjóinn (en Fanney var of kalt til að hoppa). Afþví við vorum eina parið fengum við besta herbergið á bátnum, einkasvalir og allt:) Það var skemmtilegt fólk í ferðinni svo við sátum fram eftir kvöldi í karíókí og partýstemmningu. Morguninn eftir vakti Matti Fanney fyrir morgunmat og lét hana hoppa með sér í sjóinn, fram af svölunum og það var sjúklega KALT!!!:D
Við leystum landfestar og héldum áfram til Cat Ba Island sem er verndarsvæði. Þar löbbuðum við uppá fjallstynd til að sjá útsýni yfir eyjuna. Keyrðum svo áfram og fórum í bát og annan bát til að fara á Monkey Island og gista á prívat strönd sem fyrirtækið á, þar gistum við 1 nótt í bungalow. Við fengum kvöldmat og spiluðum borðtennis ofl. Daginn eftir fórum við í bát og í rútu til baka til Halong Bay. Einhverntíma í þessari ferð týndi Fanney sennilega Cintamani jakkanum sínum, allavega uppgötvaðist það seinna í Vietnam að jakkinn góði var horfinn :(
Eftir þetta gistum við 1 nótt í Hanoi aftur og fórum svo í næturrútu til Hue, sem er sunnar í Vietnam. Það eru svona sleeping bus í Vietnam sem maður getur legið í og á að geta sofið, gengur takmarkað en þetta var ágæt 13-14 tíma rútuferð!:)
Í Hue fórum við í ferð um borgina. Skoðuðum gamla Ciudad þar sem kóngurinn og allt hans hiski bjó. Það var að miklum hluta bombað niður í Vietnamstríðinu en þeir vinna hörðum höndum við að endurbyggja það. Síðan skoðuðum við einhver temple og tomb. Fórum ekki inní allt því það kostaði svo mikið aukalega (sem við vissum ekki fyrir) en þetta var ágætis ferð:)
Daginn eftir fórum við í kokkaskóla og lærðum að gera nokkra Víetnamska rétti eftir að fara á markaðinn til að kaupa inn í réttina. Svaka gaman að fara í svona kokkaskóla!
Eftir Hue tókum við rútu aðeins lengra suður til Hoi An. Þar hittum við Svövu og Bjarnan aftur og 2 íslendinga sem þau voru búin að hitta, þau Önnu og Gulla, svo þetta varð hálfgert Íslendingapartý þarna í Hoi An. Í Hoi An getur maður fengið ALLT saumað á sig... ALLT. Dagarnir fóru í að skoða bæinn og njóta, plús að mæta til klæðskerans að máta og svona. Matti lét gera á sig 2 jakkaföt, 2 skyrtur og leðurskópar. Fanney lét gera silkikjól fyrir jólin, stuttbuxur (því hún er of feit í allt í Asíu;)) og geggjuð blá leðurstígvél, uppreimuð!
Einn daginn leigðum við líka vespur/mótorhjól og keyrðum útum allt, að einhverri strönd og útum allar trissur. Við enduðum með að vera þarna 1 degi lengur en áætlað var, en í lokin kvöddum við Svövu og Bjarna og héldum ferðinni áfram með Önnu og Gulla.
Næsti áfangastaður var Nha Trang, sem er svona partý-strandbær. Komum þangað eftir aðra næturrútu og byrjuðum á að kíkja á ströndina. Fengum flyer um blindranuddstofu og ákváðum að drífa okkur þangað. Komum svo á staðinn eftir langa taxaferð og þar var bara ein kella sem talaði ekki ensku, þurftum að bíða og eitthvað svo við tókum taxa til baka og fengum ekkert nudd:(
Bókuðum okkur hinsvegar mótorhjólaferð til að fara í daginn eftir og Fanney harða krafðist þess að fá sér hjól! Við fórum af stað, Matti á alvöru mótorhjóli með kúplingu og alles og Fanney á svona skellinöðru með gírskiptingu, ótrúlega klár. Gulli og Anna voru svo saman á einu hjóli.
Morguninn byrjaði með smá rigningu en það var allt í góðu. Fórum í fiskiþorp og keyrðum um og að einum fossi. Þar þurftum við að labba upp, en fengum að hoppa útí vatnið og synda fyrir neðan fossinn. Eftir það stoppuðum við í hádegismat í núðlusúpubúllu og keyrðum svo áfram. Þá skall á svaðaleg rigning og við urðum öll rennandi blaut í gegn. Stoppuðum samt til að skoða eitt temple og stóra búddastyttu, en eftir það var ákveðið að fara til baka því það var svo mikið úrhelli. Keyrðum í Vietnam rigningartraffík og töldum okkur nokkuð góð að komast lifandi til baka til Nha Trang:) Þar var allt á floti og lítið að gera í stöðunni en að leggja sig aðeins. Fórum svo í kvöldmat á yndislegan veitingastað með Mexíkanskan mat. Það hætti ekki að rigna, gatan flæddi yfir og flæddi uppá gangstétt og loks inná veitingastaðinn, þá loksing hætti að rigna og flóðið fór að hjaðna svo við gátum labbað heim á hótel.
Tókum svo rútu niður til Mui Ne, alltaf á leiðinni lengra suður. Þar vorum við með Önnu og Gulla 2 nætur áður en þau héldu áfram, en við gistum 3 nætur. Þar bar hæst að við legðum okkur vespur til að keyra í um klukkutíma útí eiðimörkina, white sanddune. Leigðum fjórhjól þar (mjög vafasöm gæði) til að bruna um í sandhólunum. Það var ekkert smá gaman og Matti og Gulli misstu sig sértaklega mikið! svo mikið að Gulli velti einu sinni hjólinu sínu :)
Annars borðuðum við ferskt sjávarfang og nutum strandarinnar. Frekar fyndinn bær samt því þetta er svona sumarleifisstaður fyrri Rússa, allt á rússnesku og algjört kaos:)
Kvöldið áður en við fórum frá Mui Ne vorum við að fara að sofa. Allt í einu heyrum við eins og skrjáf eða nart og sjáum eitthvað flykki ofaná töskunni hans Matta. Matti stóð upp til að kveikja og kvikindið flaug eitthvert í burtu með þessum þvílíku hljóðum. Fanney meig næstum á sig úr hræðslu og faldi sig undir laki á meðan Matti færði til dót og leitaði að dýrinu.
Eftir mikla leit gáfumst við upp, settumst uppí rúm, slökktum og lækkuðum í sjónvarpinu. Þá fórum við að heyra skrjáfið aftur og kom það frá töskunni hans Matta, sem hann var búinn að loka. Matti tók töskuna fram og opnaði hólfin en ekkert fannst, kvikindið var í litla hólfinu innaní töskunni! Við fórum með hana langt í burtu, Matti opnaði og hljóp til Fanneyjar. Út skreið stærðarinnar bjalla, svona nashyrningabjalla, ca 10 cm löng!!!! Eftir þetta fórum við samt nokkuð róleg að sofa:)
Frá Mui Ne tókum við rútu til Ho Chi Minh City (Saigon) sem er endastöð okkar hérna í Vietnam. Fyrsta daginn fórum við á War Remnant museum og markaðsferð. Stríðssafnið er frekar átakanlegt, mikið af myndum og sýnt fangelsi, Amerískar þyrlur, flugvélar, bazookur og fleira. Á markaðnum reyndu allir að selja okkur allt á 10földu verði eins og vanalega, en við náðum samt að prútta og kaupa smá. Kvöldin voru aðallega bara kósí uppá hóteli að blogga og horfa á TV:)
Síðasta daginn okkar í HCMC fórum við í 2-3 tíma ferðalag út úr borginni í átt að Cu Chi Tunnels, sem er bær rétt utan við, þarna sáum við hvernig Bandaríkin töpuðu stríðinu, Vietnam menn voru búnir að grafa göng neðanjarðar. Við fengum að fara niður og prófa sem var alveg ótrúlega skrítið, erfitt að begja sig niður og labba, ótrúlegt hvað fólk bjó inn í göngunum og fór bara úr á nóttinni. Leiðsögu maðurinn sagðu okkur að Vietnam hermann voru farnir að þekkja sjampó lygt og malbaró sígó lygt frá Bandrk. hermönnum þannig að þeir gátu spottað þá í skóginum.
Við fórum svo til baka til HCMC, Fanney ákvað að láta stjana aðeins í kringum sig í spa. Síðan fórum við á Núðlu stað þar sem við fengum Phö, það toppaði gjörsamlega Vietnam ferðina okkar ...
Nú erum við á leið til Kambódíu!
Myndir Matta frá Vietnam - fleiri á leiðinni, Fanney er með sínar myndir á Facebook.
Vietnam I |
Vietnam II |