Saturday, September 15, 2012

Kuala lumpur til Langkawi

Jæja þá erum við búin að koma okkur til langkawi sem er eyja í Malaysia. Við færðum okkur frá dýra fancy hótelinu í hostel í kínahverfinu í Kuala, það var mjög fínt og gaman að sjá kínahverfið. Daginn eftir áttum við pantað flug til Langkawi kl 16:25 , þannig að við vöknuðum snemma og skoðuðum bæinn og turnana.

Við tókum svo leigubíl að flugvellinum, vorum kannski frekar sein að ná taxa. Hann vildi fá 3100 kr fyrir bílinn en við náðum honum niður í 1600 kr. :) en við komumst að því síðar að leigubílstjórinn vissi ekki hvar flugvöllurinn væri staðsettur. Eftir mikið stress og bíl ferðir framm og til baka komumst við að flugvellinum 25 mín fyrir áætlaðan tíma. Sem betur fer þá var þetta lítill flugvöllur og við náðum að skrá okkur inn í flugið. !


Myndir frá Kuala Lumpur klikka hér.




1 comment:

  1. Frábærar myndir. Sé að doppubolurinn minn hefur fengið að komast í smá ferðalag:) Ég er viss um að hann er mjöööög kátur með það! Vonandi er allt gott...heyri frá ykkur fljótlega.
    Kossar og knús úr Aðalstrætinu

    ReplyDelete