Hæhó!
Þá erum við búin að vera 1 nótt í Kuala Lumpur og næsta að koma. Borgin er mjög vestræn svo það er fátt öðruvísi að sjá nema twin towers og rosa mikið af háum byggingum.
Við löbbuðum í dag niður í bæ og fengum bæði sólskin og úrhellis rigningu, sjitt hvað getur rignt hérna, um 30 stiga hiti og kósíheit. Hverfin eru misjöfn og það er mjög subbulegt sumstaðar (klóaklykt með meiru) :)
Við verðum hér á hótelinu í kvöld og svo eina nótt á hosteli niður í bæ áður en við höldum áfram, en plön um áframhaldið eru enn í skoðun:)
Hæst ber að herra Marteinn keypti sér nýja tölvu og plataði Fanney til að fá sér Ipad, svo við erum mega tæknivædd og getum tekið myndir á Ipad eins og restin af Asíubúunum hérna;)
Gott í bili, meira þegar við förum eitthvað og nennum að henda inn myndum:)
Matti og Fanney
Ps. Fanney fór næstum að skæla þegar við sáum ógó mjóan næstum nakinn fátækan kall á götunni... Gaf honum samt ekki pening.
Frábært að heyra af ykkur dúllurnar mínar. Hafið það voða, voða gott og njótið þess að skoða þennan stóra heim:)
ReplyDeleteKnús og kossar úr Aðalstrætinu