Tuesday, September 25, 2012

Frá Langkawi til Singapore

Nú erum við búin ad ferðast frá Langkawi til Penang, þaðan til Perhentian island og niður til Singapore.
Síðast þegar minibloggið var gert vorum við nýlega komin til Langkawi, sem er algjör paradís. Fyrst kvöldið var rigning, en við hittum frábæran hóp af fólki þar sem við náðum vel saman við. Strákurinn sem vinnur á hostelinu eldaði kvöldmat og við spiliðum fram eftir kvöldi. Daginn eftir leigðum við saman minibus og skoðuðum alla eynna. Ég (fanney) gleymdi myndavélinni auðvitad, en matti var með sína og setti/setur myndir ar inna facebook eða picasaweb.google.com/mattiazer.
Næstu dagar voru rólegir, vorum á ströndinni (matti skaðbrann á bakinu) og borðuðum og löbbuðum. Frábærir dagar á fallegri eyju. Við ætluðum bara að vera 4 nætur, en vorum 5 þar sem flugið til Penang (Georgetown) var hentugra degi seinna:)
Við komumst til Georgetown áfallalaust og á hostelið okkar. Við höfðum stuttan tíma, bara 2 nætur þarna, svo fyrsta kvöldið litum við bara aðeins í kringum okkur og borðuðum og næsta dag löbbuðum við aðeins um borgina. Þetta er ótrúleg borg. Það er bland af Indverskri, kínverskri og enskri menningu sem mixast svo öll við þá malasísku. T.d. Í hádeginu vorum vid "í indlandi" og eftir það í kína, mjög spes. Við borðuðum hádegismat á indverskum skyndibitastað. Báðum eins og hálfvitar um hnífapör og áttuðum okkurnsvo á því að allt liðið mokaði bara uppí sig með höndunum! Vissum nú svosem að þetta væri svona en common, hrísgrjón, sósa og eitthvað jukk bara með puttunum, jiii:)

Næsta dag tókum við rútu kl 5 um morguninn til að fara þvert yfir landið frá vestri til austurs, og næsti áfangastaður var Perhentian island. Stysst er frá því að segja að við borguðum rúmar 3000 kr á mann fyrir rútuferðina sem tók um 5-6 tíma. Vorum sótt á hostelið, héldum af stað í minibus og vorum ein í bílnum alla leiðina. Þetta kallar maður metnað, að skutla 2 farþegum þvert yfir landið fyrir skitnar 7000 kr !
Við komum í lítinn bæ og fórum með ferju/spíttbát í um hálftíma á Perhentian island. Þar ætluðum við að vera í um 4 nætur en áttum ekki bókaða gistingu. Röltum um ströndina (um 1 km) og tékkuðum möguleikana. Fundum einn kofa sem matta leyst ágætlega á en fanney greiið fór bara að skæla tví henni fannst það of yfirþyrmandi. Allir bestu kofarnir uppteknir svo við fundum herbergi a gistiheimili sem var mun fínna, aðeins of dýrt fannst okkur (4500 kall nóttin) en var allveg þess virði.

Á þessari eyju er internet, en það er slitrótt og wifi a okkar gistiheimili var bilað þangað til næstsíðasta daginn. Rafmagnið fór af milli hálf 10 á morgnanna og ca hálf 7 á kvöldin og þarna eru engir vegir og engir bílar. Sáum reyndar 1 vélhjól sem notað var til flutning inná eynni. Annars voru bara bátar. Við vorum mest í sjónum, á ströndinni eða að borða. Svo var opið á 2 börum á kvöldi. Ég er ekki komin með myndir inn en ég set þær á facebook innan skamms:)
Við fórum í eina snorkli ferð og sáum fullt af fiskum og dóti, meðal annars skjaldbökur, nemo fiska, hákarla og fulltfullt fleira!

Í gær fórum við af eynni og var leiðinni haldið til Singapore. Til að komat þangað tókum við spíttbát, taxa í næsta bæ þar sem við biðum í 4 tíma (skítapleis). Við notuðum ógeðslegustu almenningsklósett í heimi og ég held ennþá það séu köngulær að skríða á mér. Borðuðum hinsvegar príðis asískan burger og fengum okkur vel sykrað kaffi.
Kl 9:15 um kvöldið fórum við í þessa fínustu næturrútu og keyrðum í 10 tíma. Tókum svo aðra rútu til að fara yfir landamærin frá Malasíu til Singapore. Þegar við loksins komum til Singapore urðum við ofurhugar og löbbuðum rúma 2 kílómetra með allt draslið, í hitanum, á hostelið okkar.

Erum þreytt í dag og förum sennilega í háttinn bráðlega. Eigum 3 nætur hérna í dormi (10 rúm í herbergi) og svo bókað flug til Jakarta.

Ætla að skottast og setja inn myndir á facebook svo endilega kíkkið á þær og tengið við bloggið fyrst ég nenni ekki að setja myndir hér:)

Knúsmús, Fanney og Matti

Saturday, September 15, 2012

Kuala lumpur til Langkawi

Jæja þá erum við búin að koma okkur til langkawi sem er eyja í Malaysia. Við færðum okkur frá dýra fancy hótelinu í hostel í kínahverfinu í Kuala, það var mjög fínt og gaman að sjá kínahverfið. Daginn eftir áttum við pantað flug til Langkawi kl 16:25 , þannig að við vöknuðum snemma og skoðuðum bæinn og turnana.

Við tókum svo leigubíl að flugvellinum, vorum kannski frekar sein að ná taxa. Hann vildi fá 3100 kr fyrir bílinn en við náðum honum niður í 1600 kr. :) en við komumst að því síðar að leigubílstjórinn vissi ekki hvar flugvöllurinn væri staðsettur. Eftir mikið stress og bíl ferðir framm og til baka komumst við að flugvellinum 25 mín fyrir áætlaðan tíma. Sem betur fer þá var þetta lítill flugvöllur og við náðum að skrá okkur inn í flugið. !


Myndir frá Kuala Lumpur klikka hér.




Tuesday, September 11, 2012

Kuala Lumpur


Hæhó! 
Þá erum við búin að vera 1 nótt í Kuala Lumpur og næsta að koma. Borgin er mjög vestræn svo það er fátt öðruvísi að sjá nema twin towers og rosa mikið af háum byggingum. 
Við löbbuðum í dag niður í bæ og fengum bæði sólskin og úrhellis rigningu, sjitt hvað getur rignt hérna, um 30 stiga hiti og kósíheit. Hverfin eru misjöfn og það er mjög subbulegt sumstaðar (klóaklykt með meiru) :)
Við verðum hér á hótelinu í kvöld og svo eina nótt á hosteli niður í bæ áður en við höldum áfram, en plön um áframhaldið eru enn í skoðun:)

Hæst ber að herra Marteinn keypti sér nýja tölvu og plataði Fanney til að fá sér Ipad, svo við erum mega tæknivædd og getum tekið myndir á Ipad eins og restin af Asíubúunum hérna;)


Gott í bili, meira þegar við förum eitthvað og nennum að henda inn myndum:)

Matti og Fanney

Ps. Fanney fór næstum að skæla þegar við sáum ógó mjóan næstum nakinn fátækan kall á götunni... Gaf honum samt ekki pening.

Sunday, September 9, 2012

a leidinni

jaeja erum buinn ad fljuga 1850km plus 5615 km og erum i abu dhabi. naesta flug til kuala lumpur.