Saturday, October 20, 2012

Bali og ferðin til Filipseyja

Nú erum við á Filipseyjum og búin að vera í um viku. Áttum allveg eftir að skrifa um Bali og hér kemur því smá saga. Erum ennþá eftirá í blogginu en við erum latari við þetta en við bjuggumst við:)

Við fengum flug á vellinum í Jakarta og flugum áfram til Bali. Við höfum takmarkaðan tíma í ferðinni og ákváðum bara að eiða Indónesíu-tímanum okkar á Bali. Svava Björk og kærastinn hennar Bjarni voru þar á sama tíma og ég (Fanney) og Svava vorum búnar að tala saman og ákveða að hittast saman og ferðast um Bali.

Við komum til Bali og fórum til Kuta, sem er aðal túrista staðurinn á Bali. Þetta var pínu eins og að koma til Benidorm eða einhvern spænskan sumarleyfisstað. Ekki jafn mikil paradís og við héldum og fullt af túristabúðum. Fólkið í búðunum er ágengt og ALLIR segja "Sir, massage.... sir, watch... sir, sunglasses...... já eða... mam, massage.... mam manicure/pedicure..... og það sem er allra vinsælast er.... BOSS, transport (gaur á 1 mótorhjóli að bjóða 4 manns transport btw)... BOSS buy SOMETHING!!!!!"

Sumir voru mjög ágengir, einn tók í höndina á mér og ætlaði að tosa mig inní búðina sína, ég var kurteis og sagið bara nei takk.... nei takk en endaði með að snúa mér að gaurunum og hálf öskra NOOOO og rífa mig í burtu... þeir litu ekki á okkur aftur:) Svipað kom fyrir Matta, fór að skoða boli, líkaði ekki við neinn og gaurinn snappaði og sagði honum bara að fara heim til sín!



Vorum þarna í 3 nætur og semsagt, túristastaðirnir á Bali eru ekki þessir perfect póstkorta staðir sem maður heldur! Var samt allveg nice og gaman að sjá annað vestrænt fólk svona inná milli.

Við hittum Svövu og Bjarna og fundum okkur bílaleigu. Tæknilega séð þarf maður "international drivers permit" til að leigja bíl en þeir eru voðalega líbó á þessu og Matti hetja keyrði allan tímann... í vinstri umferð!

Roadtrippið hófst og við keyrðum fyrsta daginn á vesturhlutann á Bali. Vorum dáldið lengi á leiðinni því við villtumst í smábæ og keyrðum dáldið lengi að finna gistingu. Fundum svo gistingu í steindauðum bæ, borðuðum frekar ógeðslegan mat og kíktum á karíókí bar í 10 sek, það voru u.þ.b. 10 manns inni, BARA starfsfólk!:)

Næsta dag snorkluðum við við eyju á norð-vestur Bali. Það var hrikalega flott. Risa kóralrif, fullt af fiskum og bara magnaður dagur! Keyrðum svo áfram og gistum í norðrinu í Lovina. Borðuðum og fórum í sundlaugina á hótelinu sem við fundum. Gistum í svona cottages, var fullt af moskító en við bara blöstuðum moskító reykelsin og þetta slapp ótrúlega vel. Chilluðum daginn eftir og nutum lífsins og Lovina. Keyrðum líka í heitar laugar rétt hjá og það var ótrúleg upplifun að fara í heitt bað í heitu landi, gerist ekki oft!:) Á leiðinni sáum við fullt af köllum standa í hring inní skógi og föttuðum að þeir voru að horfa á hanaslag. Ákváðum að fara ekkert og tékka á því þar sem sumir voru minna hrifnir af að sjá 1 hana drepa annan en aðrir:)



Gistum aðra nótt í Lovina og joinuðum eitthvað local beach party um kvöldið en fórum nú temmilega snemma í háttinn. Næsta dag keyrðum við austur og gistum í Amed. Þar er frekar fallegt, mjög rólegt samt. Fólkið á hótelinu sem við fundum var mjög næs, en vissi ekki baun í bala. Pöntuðum desert þar, Bananasplitt, og fengum djúpsteikta banana með smá ís og súkkulaði:) Matti keypti líka einhverja skelja-öskju með salti í af local krökkum. 10 mín seinna sáum við skilti "Please don´t buy from local children, you teach them to be lazy. They don´t need money, school is free in our country"! en askjan er flott og kostaði ekki mikið svo þetta er allt í góðu:)

Daginn eftir snorkluðum við á stað þar sem Bandarískt skip sökk. Það var rétt við ströndina og sá maður mjög vel stefnið og fullt af skipinu. Það er um 150 m og eftir því sem við fórum lengra sá maður bara rétt móta fyrir skipinu í sandinum fyrir neðan. Við gátum auðvitað ekkert farið inní því við vorum bara að snorkla en þarna hefði verið kúl að kafa... pínu svona Titanic fílingur get ég ímyndað mér:)

Keyrðum beint þaðan til Ubud, þar sem ég frétti að "Eat, pray, love" gerist. Hef ekki séð myndina en þetta er skemmtilegur bær. Bær þar sem allt sem er "artie" er. Miklu skemmtilegri búðir og andrúmsloft. Þetta er aðeins inní landi og uppi svo það er aðeins kaldara loftslag (kannski 25-8 í stað 30-32) og minna af moskító:) Í Ubud chilluðum við mikið, fórum í matreiðsluskóla einn dag og gistum í 2 nætur. Fórum einnig í fiskaSPA þar sem fiskar átu af okkur siggið:)
Var mjög gaman að læra á Balíska matargerð og fengum við uppskriftabók með svo öllum verður boðið í Balískan mat næsta árið:D



Eftir aðra nóttina okkar í Ubud skildu leiðir okkar og Svövu&Bjarna. Ég og Matti keyrðum til Kuta til að skila bílnum. Ákváðum að gista 2 nætur í Kuta. Komum að kvöldi og fundum okkur gistingu sem var mjög fín, ódýr, engin þjónusta en góð sundlaug til að kæla sig í:) notuðum heilan dag bara í að hanga á ströndinni og hafa það gott og eftir það var kominn 11. október, en þá áttum við pantað flug til Filipseyja.

Það gekk allt vel á leiðinni til Filipseyja, nema hvað allt var dýrt á flugvellinum í Bali. Security systemið í Asíu er líka mjög furðulegt. Fórum í gengum security. Svo keypti ég mér rándýrt vatn á flugvellinum til að taka með í vélina, en nei þá var aftur security við hliðið og ég mátti ekki taka nýja, óopnaða vatnið mitt með mér í gegnum hliðið. Þannig ég VARÐ að kaupa vatn af flugfélaginu..... var sko allveg BRJÁLUÐ við greiið security gæjann og þamaði hálfan líter af vatni fyrir framan hann áður en ég fór inn... !

Lentum í Filips, og fórum uppá hótel sem við gistum eina nótt... flugum svo til Boracay og næsta blogg verður um Filipseyjar í heild sinni:)


Ég setti myndir á facebook en Matti á ennþá eftir að setja inn myndir frá Bali, var bara kominn til Singapore. Allar mínar myndir eru á facebook, og Matta myndir á http://picasaweb.google.com/mattiazer

Jakarta & Bali


Segjum þetta gott í bili !

Kossar og knús á alla bara... frá Fanney og Matta í El Nido, Filipseyjum:)

Tuesday, October 9, 2012

Singapore til Jakarta

Singapore var svoldið frábrugðin frá Malaysíu, enda er landið/borgin ein af stóru viðskiptaborgum heims. Í viðskiptahverfinu hjá stóru byggingunum gengu jakkafata dúddarnir, Ástralskir , Evrópskir og Asískir. Pöbbarnir voru með svipað þjóðerni sem voru við hliðiná viðskiptalífinu. Bjórinn kostaði sitt en  Tiger beer sem er frá Singapore stóð fyrir sínu :) ..



Á fyrsta degi vorum við svo þreytt eftir nætur rútuferðina að við slöppuðum af á Green Kiwi hostelinu okkar en röltun samt út og fengum okkar ásískan mat og bjór.

Við eyddum síðan næstu dögum í að skoða bæinn já eða landið ;). Við tókum strætó í kínahverfið og gengum um Singapore framm eftir kveldi.



Fórum í Singapore Universal Studios skemmtigarð þar sem við fórum í rússíbana, 3d Transformers show sem var mjög flott, Jurrasic park, Madagascar og Shrek þema ferðir. Mikið stuð hjá okkur þar, við enduðum svo daginn á góðum hammara og samloku á Hard Rock Cafe. Svoldið dýr dagur en mega skemmtilegur.



Rúta síðan lest upp á flugvöll því við vorum á leið til Jakarta Indonesía. Fengum okkur að borða á flugvellinum og Fanney greyið lenti í það að fá stóra pöddu eða flugu í samlokunni sinni og maturinn minn var ömurlegur, ég sýndi þjónustu stúlkunni samlokuna og sagði að við mundum ekki greiða fyrir matinn síðan stóð ég upp og fór !!! fórum á starbucks og fengum okkur gott kaffi til að róa okkur niður :) .

Jakarta er svoldið spes borg, það er mjög erfitt að komasta á milli staða vegna umferðar. Þegar við lentum í Jakarta þá tókum við leigubíl sem var í umferðarteppu allan tíman og leigubílstjórinn vissi ekki alveg hvert við værum að fara, en á endanum fundum við gististaðinn. Fengum flott herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, ísskápi og klósetti..

Við eyddum tímanum okkar í Jakarta í bílaumferð og í verslunarmiðstöðum , sem var mjög fínt. Fengum góðan mat , fórum í bíó og versluðum smá :).. annars ákváðum við bara að skella okkur til Bali og njóta lífsins þar. Við gátum ekki bókað flug á netinu því það var ekki hægt að kaupa flug 48 kls fyrir brottför, þannig að við tókum leigubíl upp á flugvöll og náðum að kaupa flug þar.

Bloggið og myndir er svoldið eftirá en vonandi bætist það núna á næstu dögum. Höfum haft takmarkað internetsamnand og oftast mjög hægt þannig að það tekur ár og aldir að setja inn myndir.

Uppfært... Myndir frá


Perhentians Islands
Singapore