Wednesday, November 21, 2012

Vietnam

3 vikur í Vietnam senn á enda og kominn tími á smá skrif þaðan.
Við flugum frá Filipseyjum beint til Hanoi, höfuðborgar Vietnam. Á flugvellinum beið okkar strákur frá hostelinu sem var að sækja okkur. Hann var með spjald með nöfnunum okkar á og voða fínt:)

Við gistum fyrst 2 nætur í Hanoi og eiddum tímanum þar í að labba um og skoða borgina. Hún er mjög skemmtileg og ólík öllu sem maður hefur áður séð. Göturnar eru pakkaðar af vespum, bílum og fólki og gangstéttar eru ekki notaðar til að ganga á, heldur til að leggja vespum og selja ýmsan varning. Meðal annar finnur maður Phó (núðlusúpu) á hverju einasta götuhorni og kostar súpan um 250 - 300kr íslenskar. Auðvitað fær maður sér bjór með og kostar glasið um 30 - 80kr íslenskar.


Frá Hanoi fórum við í 2 nátta siglingu um Halong Bay, sem er rosalega fræg náttúruperla. Við skoðuðum helli fyrsta daginn og fórum á kayak um fljótandi þorp áður en við lögðum bátnum á gististaðnum, þar sem allir fengu að hoppa í sjóinn (en Fanney var of kalt til að hoppa). Afþví við vorum eina parið fengum við besta herbergið á bátnum, einkasvalir og allt:) Það var skemmtilegt fólk í ferðinni svo við sátum fram eftir kvöldi í karíókí og partýstemmningu. Morguninn eftir vakti Matti Fanney fyrir morgunmat og lét hana hoppa með sér í sjóinn, fram af svölunum og það var sjúklega KALT!!!:D




Við leystum landfestar og héldum áfram til Cat Ba Island sem er verndarsvæði. Þar löbbuðum við uppá fjallstynd til að sjá útsýni yfir eyjuna. Keyrðum svo áfram og fórum í bát og annan bát til að fara á Monkey Island og gista á prívat strönd sem fyrirtækið á, þar gistum við 1 nótt í bungalow. Við fengum kvöldmat og spiluðum borðtennis ofl. Daginn eftir fórum við í bát og í rútu til baka til Halong Bay. Einhverntíma í þessari ferð týndi Fanney sennilega Cintamani jakkanum sínum, allavega uppgötvaðist það seinna í Vietnam að jakkinn góði var horfinn :(



Eftir þetta gistum við 1 nótt í Hanoi aftur og fórum svo í næturrútu til Hue, sem er sunnar í Vietnam. Það eru svona sleeping bus í Vietnam sem maður getur legið í og á að geta sofið, gengur takmarkað en þetta var ágæt 13-14 tíma rútuferð!:)
Í Hue fórum við í ferð um borgina. Skoðuðum gamla Ciudad þar sem kóngurinn og allt hans hiski bjó. Það var að miklum hluta bombað niður í Vietnamstríðinu en þeir vinna hörðum höndum við að endurbyggja það. Síðan skoðuðum við einhver temple og tomb. Fórum ekki inní allt því það kostaði svo mikið aukalega (sem við vissum ekki fyrir) en þetta var ágætis ferð:)
Daginn eftir fórum við í kokkaskóla og lærðum að gera nokkra Víetnamska rétti eftir að fara á markaðinn til að kaupa inn í réttina. Svaka gaman að fara í svona kokkaskóla!




Eftir Hue tókum við rútu aðeins lengra suður til Hoi An. Þar hittum við Svövu og Bjarnan aftur og 2 íslendinga sem þau voru búin að hitta, þau Önnu og Gulla, svo þetta varð hálfgert Íslendingapartý þarna í Hoi An. Í Hoi An getur maður fengið ALLT saumað á sig... ALLT. Dagarnir fóru í að skoða bæinn og njóta, plús að mæta til klæðskerans að máta og svona. Matti lét gera á sig 2 jakkaföt, 2 skyrtur og leðurskópar. Fanney lét gera silkikjól fyrir jólin, stuttbuxur (því hún er of feit í allt í Asíu;)) og geggjuð blá leðurstígvél, uppreimuð!
Einn daginn leigðum við líka vespur/mótorhjól og keyrðum útum allt, að einhverri strönd og útum allar trissur. Við enduðum með að vera þarna 1 degi lengur en áætlað var, en í lokin kvöddum við Svövu og Bjarna og héldum ferðinni áfram með Önnu og Gulla.



Næsti áfangastaður var Nha Trang, sem er svona partý-strandbær. Komum þangað eftir aðra næturrútu og byrjuðum á að kíkja á ströndina. Fengum flyer um blindranuddstofu og ákváðum að drífa okkur þangað. Komum svo á staðinn eftir langa taxaferð og þar var bara ein kella sem talaði ekki ensku, þurftum að bíða og eitthvað svo við tókum taxa til baka og fengum ekkert nudd:(
Bókuðum okkur hinsvegar mótorhjólaferð til að fara í daginn eftir og Fanney harða krafðist þess að fá sér hjól! Við fórum af stað, Matti á alvöru mótorhjóli með kúplingu og alles og Fanney á svona skellinöðru með gírskiptingu, ótrúlega klár. Gulli og Anna voru svo saman á einu hjóli.

Morguninn byrjaði með smá rigningu en það var allt í góðu. Fórum í fiskiþorp og keyrðum um og að einum fossi. Þar þurftum við að labba upp, en fengum að hoppa útí vatnið og synda fyrir neðan fossinn. Eftir það stoppuðum við í hádegismat í núðlusúpubúllu og keyrðum svo áfram. Þá skall á svaðaleg rigning og við urðum öll rennandi blaut í gegn. Stoppuðum samt til að skoða eitt temple og stóra búddastyttu, en eftir það var ákveðið að fara til baka því það var svo mikið úrhelli. Keyrðum í Vietnam rigningartraffík og töldum okkur nokkuð góð að komast lifandi til baka til Nha Trang:) Þar var allt á floti og lítið að gera í stöðunni en að leggja sig aðeins. Fórum svo í kvöldmat á yndislegan veitingastað með Mexíkanskan mat. Það hætti ekki að rigna, gatan flæddi yfir og flæddi uppá gangstétt og loks inná veitingastaðinn, þá loksing hætti að rigna og flóðið fór að hjaðna svo við gátum labbað heim á hótel.



Tókum svo rútu niður til Mui Ne, alltaf á leiðinni lengra suður. Þar vorum við með Önnu og Gulla 2 nætur áður en þau héldu áfram, en við gistum 3 nætur. Þar bar hæst að við legðum okkur vespur til að keyra í um klukkutíma útí eiðimörkina, white sanddune. Leigðum fjórhjól þar (mjög vafasöm gæði) til að bruna um í sandhólunum. Það var ekkert smá gaman og Matti og Gulli misstu sig sértaklega mikið! svo mikið að Gulli velti einu sinni hjólinu sínu :)
Annars borðuðum við ferskt sjávarfang og nutum strandarinnar. Frekar fyndinn bær samt því þetta er svona sumarleifisstaður fyrri Rússa, allt á rússnesku og algjört kaos:)

Kvöldið áður en við fórum frá Mui Ne vorum við að fara að sofa. Allt í einu heyrum við eins og skrjáf eða nart og sjáum eitthvað flykki ofaná töskunni hans Matta. Matti stóð upp til að kveikja og kvikindið flaug eitthvert í burtu með þessum þvílíku hljóðum. Fanney meig næstum á sig úr hræðslu og faldi sig undir laki á meðan Matti færði til dót og leitaði að dýrinu.
Eftir mikla leit gáfumst við upp, settumst uppí rúm, slökktum og lækkuðum í sjónvarpinu. Þá fórum við að heyra skrjáfið aftur og kom það frá töskunni hans Matta, sem hann var búinn að loka. Matti tók töskuna fram og opnaði hólfin en ekkert fannst, kvikindið var í litla hólfinu innaní töskunni! Við fórum með hana langt í burtu, Matti opnaði og hljóp til Fanneyjar. Út skreið stærðarinnar bjalla, svona nashyrningabjalla, ca 10 cm löng!!!! Eftir þetta fórum við samt nokkuð róleg að sofa:)

Frá Mui Ne tókum við rútu til Ho Chi Minh City (Saigon) sem er endastöð okkar hérna í Vietnam. Fyrsta daginn fórum við á War Remnant museum og markaðsferð. Stríðssafnið er frekar átakanlegt, mikið af myndum og sýnt fangelsi, Amerískar þyrlur, flugvélar, bazookur og fleira. Á markaðnum reyndu allir að selja okkur allt á 10földu verði eins og vanalega, en við náðum samt að prútta og kaupa smá. Kvöldin voru aðallega bara kósí uppá hóteli að blogga og horfa á TV:)

Síðasta daginn okkar í HCMC fórum við í 2-3 tíma ferðalag út úr borginni í átt að Cu Chi Tunnels, sem er bær rétt utan við, þarna sáum við hvernig Bandaríkin töpuðu stríðinu, Vietnam menn voru búnir að grafa göng neðanjarðar. Við fengum að fara niður og prófa sem var alveg ótrúlega skrítið, erfitt að begja sig niður og labba, ótrúlegt hvað fólk bjó inn í göngunum og fór bara úr á nóttinni. Leiðsögu maðurinn sagðu okkur að Vietnam hermann voru farnir að þekkja sjampó lygt og malbaró sígó lygt frá Bandrk. hermönnum þannig að þeir gátu spottað þá í skóginum.

Við fórum svo til baka til HCMC, Fanney ákvað að láta stjana aðeins í kringum sig í spa. Síðan fórum við á Núðlu stað þar sem við fengum Phö, það toppaði gjörsamlega Vietnam ferðina okkar ...

Nú erum við á leið til Kambódíu!

Myndir Matta frá Vietnam - fleiri á leiðinni,  Fanney er með sínar myndir á Facebook.
Vietnam I
Vietnam II

Thursday, November 15, 2012

FILIPSEYJAR 3 - DUMAGUETE


Við fórum til Dumaguete því þar er ódýrt og gott að taka Padi Open Water Diver, eða köfunarréttindi. Þar sem Matti er með réttindi, fór bara Fanney á 3ja daga námskeið. Fengum frítt airport pick up frá hótelinu og þau náðu í okkur með þetta fína skilti:)


Daginn eftir að við komum fór ég (Fanney) í köfunarbúðina til að horfa á kennsluvideo, fá bók og svara spurningum. Á meðan rölti Matti um, fór í verslun og að chilla uppá hóteli. Í versluninni kom annað slagið tilkynning í hátalara og eftir hana klöppuðu ALLIR starfsmenn og kölluðu "happy to serve" , fyndir þessir Filipseyjingar.

Næstu 2 daga var Fanney að kafa. Matti kom með báða dagana og snorklaði ýmist eða sat og drakk romm með gömlu köllunum:)



Ég tók 2 kafanir á dag, byrjaði grunnt og svo alltaf dýpra og dýpra. Tók próf og lærði inná milli og kennarinn var sko svaka ánægður með mig:) ég var hrikalega heppin og sá sæhest í fyrstu köfuninni!
Matti kom með í síðustu köfunina, þar sáum við Nemó fiska og potuðum í húsið þeirra. Það er mjög fyndið því fálmarnir á kóralnum grípa svona í mann. Svo vorum við líka svo heppin að sjá skjaldböku bara rétt hjá okkur og fylgjast með henni hálf afvelta í straumnum:)


Ég, kennarinn, annar leiðbeinandi og stelpa sem var að taka svipuð réttindi, ég var samt 
bara ein að læra:)

Þegar námsskeiðið var búið var ég nú dáldið búin á því líka svonþað var bara slappað af. Vorum á svo fínu hóteli að við höfðum sjónvarp og fínheit! 

Síðasta daginn sváfum við út og ákváðum svo að fara að reyna að sjá WhaleShark sem á að vera auðvelt að sjá á stað ekki of langt frá Dumaguete. Við tókum fyrst tricycle, svo ógó bát svo aftur tricycle. Löbbuðum að ströndinni og komumst að því að hákörlunum er bara gefið milli kl 6 og 13:00 og eftir það ekki hægt að sjá þá! Staffið á hótelinu var auðvitað ekkert að minnast á það þegar við vorum að spurja þau hvernig við kæmumst:) en við fórum bara sömu leið til baka og sáum allavega nýja eyju og heimkynni whaleshark þó það hafi verið hálfgerð fíluferð:)


Daginn eftir vorum við búin að vera um 3 vikur á Filipseyjum og tími til kominn að halda til Vietnam. Flugum fyrst til Manila (3ja stoppið á flugvellinum þar) og áttum flug um kvöldið til Hanoi, höfuðborgar Vietnam.

Næsta blogg er þá frá Vietnam þar sem við erum í augnablikinu að njóta lífsins:)

Knús í hús, Fanney og Matti

Wednesday, November 7, 2012

FILIPSEYJAR 2 - PALAWAN & EL NIDO

Eftir Borocay flugum við öll til Palawan, vestustu eyju Filipseyja. Við gistum eina nótt í aðal borginni Puerta Princesa og hittum 3 Hollendinga og 1 breta sem við fórum með að borða og svona.
Daginn eftir ætluðum við að sjá Underground river, sem er 1 af náttúruundrum veraldar eeen komumst að því að allt var fullbókað daginn eftir. Okkur var samt sagt að mæta á skrifstofuna um morguninn og vona það besta, en komumst ekki að. Við bókuðum ferð 5 dögum seinna og drifum okkur upp til El Nido.

Ferðin í van tók um 6 tíma, á hrikalegum vegi. Það er fólk að labba allsstaðar meðfram veginum og einu sinni keyrðum við á eitthvað sem við vorum viss um að væri manneskja... Nei þá var það bara kjúlli á grillið:)
Við komum svo á áfangastað rétt fyrir myrkur. Gistum á hóteli rétt fyrir utan bæinn og gátum notið sólarlagsins með bjór í sundlauginni!:)
El Nido er mjög fallegur staður og dagarnir þar einkenndust mikið af sundlaug, eyjahoppi, snorlki og tricycle ferðum í bæinn til að borða og fara á barinn. Við hittum Hollendingana og Bretann aftur þar og fórum út með þeim 2 kvöld.

Við vorum þarna í 4 nætur og fórum í 2 island hopping ferðir. Löbbuðum frá hótelinu útí sjó uppí bát og sigldum á hinar og þessar eyjar, snorkluðum, löbbuðum á beittum steinum og sáum ótrúlega falleg lón, strendur og fiska.Í báðum ferðum var stoppað á strönd í hádeginunog grillað ofaní okkur sem var mjög skemmtilegt.

Við borguðum líka gaur 1800 kr fyrir að fara með okkur í tricycle og labb upp að einhverjum fossi. Vorum reyndar að drepast úr þynnku og Fanney greiið næstum búin að beila, eeen harkaði af sér og þetta var hin fínasta frumskógarganga:)
Eins og ég sagði fórum við út í bænum 2 kvöld.
Matti bauð einum útlending í seaman (sjómann) sem hljómar eins og sæði á ensku og var eftir það kallaður David seaman... En þetta var aðal brandarinn það sem eftir var á Filipseyjum...! Strax á eftir þegar Victor þvoði sér uppúr súpunni auðvitað:)
Mér (Fanney) var hinsvegar boðið í partý með heimamönnum ásamt Hollensku stelpunni. Þeir ætluðu bara að fara að "buy something..." og fara svo heim til eins... Við afþökkuðum pent:)

Síðasta kvöldið fórum við snemma að sofa því við vorum sótt kl 5:00 til að keyra að neðanjarðar ánni og fara í siglingu á henni, inní hellinum. Svosem ekki tíðindamikil leiðin þangað en hellirinn með ánni var helvíti töff. Á leiðinni til baka fóru Matti og Victor í svona "zip line", renndu sér niður línu, í ól.
Keyrðum svo til Puerta Princesa og gistum aftur þar 1 nótt á öðru hosteli. Pöntuðum pizzu sem við fengum öll í magann af og klóstið var vatnslaust hálfa nóttina, svo það var ekkert hrikalega skemmtilegt. Sérstaklega þar sem Binna og Victor höfðu beðið lengi eftir sinni pizzu, tók fólkið 4 tilraunir að koma með rétta pizzu... Við átum bara okkar með bestu lyst. Góð pizza, slæmar afleiðingar:/
Daginn eftir skildust leiðir. Flugum öll í sama flugi til höfuðborgarinnar Manila, þar sem Binna og Victor áttu sitt næsta stopp en við Matti áttum tengiflug til Dumaguete, sem er sunnarlega, á eyjunni Negros. 

Við kvöddumst á vellinum og Fanney litla fór næstum að skæla:)

Tuesday, November 6, 2012

Filipseyjar - Boracay


Eftir flugið frá Bali, lentum við á flugvellinum í Clark á Filipseyjum þar sem við þurftum að gista eina nótt því við áttum flug daginn eftir til Kalibo. Við fórum út og keyptum okkur mat og nokkra bjóra. Flugum til Kalibo, þar beið okkar ennþá lengra ferðalag þar sem við tókum van og bát til Boracay.




Á Boracay kynntumst við tricycle í fyrsta sinn, en það er mjög svipað og gömlu tunnu hjólin sem maður byggði í gamladaga nema hvað að þetta er móturhjól með kassa fastan við. Við vorum að fara til Boracay til að hitta Binnu vinkonu Fanneyjar og Victor kærasta hennar, þau búa í Noregi en eru í 6 mánaða reisu um Asíu. Við komum einum degi undan þeim, við borðuðum og fengum okkur einn koktel á ströndinni. ;) Síðan komu Binna og Victor daginn eftir, það var mjög gaman hjá okkur öllum, enduðum með því að eyða næstu 2 vikum saman.




Við gistum í einu stóru bungalow sem var skipt í tvennt og var með góða verönd, þar spiluðum við nokkur góð spil og skemmtum okkur saman. Við kíktum svo út á lífið saman þar sem við enduðum á bar sem var með opið út á ströndina, við dönsuðum þar og Matti og Victor fóru í kapp bæði á ströndinni og út í sjó. Matti (ég) flug á hausinn í bæði skiptinn og tapaði ;( .. endaði líka með því að fá sár á hnéið og búinn að vera illt í hælnum í 3 vikur og er ennþá illt. haha ekki gott!.

Matti og Victor fóru svo tveir einir í eyja hop og að snorkla því stelpurnar voru þreyttar og þær ákváðu að nýta daginn í stelpu dag. Þær fengu sér padicure og manicure, chilluðu á ströndinni og allan pakkann :Þ . 

Nóg að gera hjá okkur , næst ákváðum við að leigja tvær vespur og eyða deginum í að keyra um og skoða. Við áttum að fá 6 tíma en það endaði með því að vera bara 4 tímar sem endaði með 2 tímum vegna þess að það sprakk á öðru hjólinu. Við náðum samt að keyra í 2 tíma í gegnum bæinn og á strendur sem voru alveg hinumegin á eyjunni. Matti byrjaði að keyra en síðan tók Fanney líka við. Það gekk mjög vel að keyra í þessari umferð enda eyjan lítil.




Eins ég sagði áðan frá þá sprakk dekk hjá okkur lengst í burtu frá miðbænum, Matti og Victor fóru saman á einu hjóli og stelpurnar biðu hjá bilaða hjólinu. Eftir um 1 klukkutíma fundum við gaurana sem leigðu okkur hjólin, þeir ætluðu að sækja bilaða hjólið og láta okkur 4 fara á eitt hjól!! en við sögðum auðvitað að það gengi ekki upp, þannig að Viktor fór á hjólinu okkar og Matti aftan á hjá eigandanum. Það var 250 cc Kawasaki hjól. Eigandinn tók bilaða hjólið og Matti keyrði á 250 cc hjólinu heim með Viktor aftan á. ;)

Jæja þetta endaði með smá veseni því þeir voru ekki tilbúnir að gefa okkur afslátt því að allur dagurinn fór í að bíða en á endanum fengum við hjólin daginn eftir. Við nýttum þann dag á ströndinni um morguninn og fengum svo vespurnar seinnipartinn og þá var keyrt yfir á strönd þar sem við gátum séð sólsetrið.


Já næsti áfangastaður okkar var Puerto Princesa á eyju sem heitir Palawan. Við lögðum af stað öll 4 saman frá Boracay á einu tricycle með allar töskunar, það var alveg mögnuð ferð, sumir þurftu að hoppa út á ferð svo við drifum upp brekku, síðan á bát, þar eftir í rútu og þá vorum við kominn til Kalibo bæ sem er staðsettur stutt frá Boracay. Daginn eftir áttum við svo flug til Puerto Princesa, Matti og Fanney áttu flug með Airphil express en Binna og Victor með Cebu Pacific, bæði flugin milli lentu í Manila sem er höfuðborgin. Flugið okkar var fyrr um morgunninn en við þurftum bara bíða lengur í Manila svo fóru tvær flugvélar frá Manila til Puerto á svipuðum tíma. Við vorum að bíða eftir að komast inn í flugvélina okkar þegar við tókum eftir að eitthvað túrista par hljóp eins og brjálaðingar framm hjá okkur. Jú jú þetta voru Binna og Victor haha , flugvélin þeirra frá Kalibo til Manila hafði seinkað og þau rétt náðu fluginu. ;) þetta var svoldið skemmtilegt…