Tuesday, October 9, 2012

Singapore til Jakarta

Singapore var svoldið frábrugðin frá Malaysíu, enda er landið/borgin ein af stóru viðskiptaborgum heims. Í viðskiptahverfinu hjá stóru byggingunum gengu jakkafata dúddarnir, Ástralskir , Evrópskir og Asískir. Pöbbarnir voru með svipað þjóðerni sem voru við hliðiná viðskiptalífinu. Bjórinn kostaði sitt en  Tiger beer sem er frá Singapore stóð fyrir sínu :) ..



Á fyrsta degi vorum við svo þreytt eftir nætur rútuferðina að við slöppuðum af á Green Kiwi hostelinu okkar en röltun samt út og fengum okkar ásískan mat og bjór.

Við eyddum síðan næstu dögum í að skoða bæinn já eða landið ;). Við tókum strætó í kínahverfið og gengum um Singapore framm eftir kveldi.



Fórum í Singapore Universal Studios skemmtigarð þar sem við fórum í rússíbana, 3d Transformers show sem var mjög flott, Jurrasic park, Madagascar og Shrek þema ferðir. Mikið stuð hjá okkur þar, við enduðum svo daginn á góðum hammara og samloku á Hard Rock Cafe. Svoldið dýr dagur en mega skemmtilegur.



Rúta síðan lest upp á flugvöll því við vorum á leið til Jakarta Indonesía. Fengum okkur að borða á flugvellinum og Fanney greyið lenti í það að fá stóra pöddu eða flugu í samlokunni sinni og maturinn minn var ömurlegur, ég sýndi þjónustu stúlkunni samlokuna og sagði að við mundum ekki greiða fyrir matinn síðan stóð ég upp og fór !!! fórum á starbucks og fengum okkur gott kaffi til að róa okkur niður :) .

Jakarta er svoldið spes borg, það er mjög erfitt að komasta á milli staða vegna umferðar. Þegar við lentum í Jakarta þá tókum við leigubíl sem var í umferðarteppu allan tíman og leigubílstjórinn vissi ekki alveg hvert við værum að fara, en á endanum fundum við gististaðinn. Fengum flott herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, ísskápi og klósetti..

Við eyddum tímanum okkar í Jakarta í bílaumferð og í verslunarmiðstöðum , sem var mjög fínt. Fengum góðan mat , fórum í bíó og versluðum smá :).. annars ákváðum við bara að skella okkur til Bali og njóta lífsins þar. Við gátum ekki bókað flug á netinu því það var ekki hægt að kaupa flug 48 kls fyrir brottför, þannig að við tókum leigubíl upp á flugvöll og náðum að kaupa flug þar.

Bloggið og myndir er svoldið eftirá en vonandi bætist það núna á næstu dögum. Höfum haft takmarkað internetsamnand og oftast mjög hægt þannig að það tekur ár og aldir að setja inn myndir.

Uppfært... Myndir frá


Perhentians Islands
Singapore

No comments:

Post a Comment