Tuesday, November 6, 2012

Filipseyjar - Boracay


Eftir flugið frá Bali, lentum við á flugvellinum í Clark á Filipseyjum þar sem við þurftum að gista eina nótt því við áttum flug daginn eftir til Kalibo. Við fórum út og keyptum okkur mat og nokkra bjóra. Flugum til Kalibo, þar beið okkar ennþá lengra ferðalag þar sem við tókum van og bát til Boracay.




Á Boracay kynntumst við tricycle í fyrsta sinn, en það er mjög svipað og gömlu tunnu hjólin sem maður byggði í gamladaga nema hvað að þetta er móturhjól með kassa fastan við. Við vorum að fara til Boracay til að hitta Binnu vinkonu Fanneyjar og Victor kærasta hennar, þau búa í Noregi en eru í 6 mánaða reisu um Asíu. Við komum einum degi undan þeim, við borðuðum og fengum okkur einn koktel á ströndinni. ;) Síðan komu Binna og Victor daginn eftir, það var mjög gaman hjá okkur öllum, enduðum með því að eyða næstu 2 vikum saman.




Við gistum í einu stóru bungalow sem var skipt í tvennt og var með góða verönd, þar spiluðum við nokkur góð spil og skemmtum okkur saman. Við kíktum svo út á lífið saman þar sem við enduðum á bar sem var með opið út á ströndina, við dönsuðum þar og Matti og Victor fóru í kapp bæði á ströndinni og út í sjó. Matti (ég) flug á hausinn í bæði skiptinn og tapaði ;( .. endaði líka með því að fá sár á hnéið og búinn að vera illt í hælnum í 3 vikur og er ennþá illt. haha ekki gott!.

Matti og Victor fóru svo tveir einir í eyja hop og að snorkla því stelpurnar voru þreyttar og þær ákváðu að nýta daginn í stelpu dag. Þær fengu sér padicure og manicure, chilluðu á ströndinni og allan pakkann :Þ . 

Nóg að gera hjá okkur , næst ákváðum við að leigja tvær vespur og eyða deginum í að keyra um og skoða. Við áttum að fá 6 tíma en það endaði með því að vera bara 4 tímar sem endaði með 2 tímum vegna þess að það sprakk á öðru hjólinu. Við náðum samt að keyra í 2 tíma í gegnum bæinn og á strendur sem voru alveg hinumegin á eyjunni. Matti byrjaði að keyra en síðan tók Fanney líka við. Það gekk mjög vel að keyra í þessari umferð enda eyjan lítil.




Eins ég sagði áðan frá þá sprakk dekk hjá okkur lengst í burtu frá miðbænum, Matti og Victor fóru saman á einu hjóli og stelpurnar biðu hjá bilaða hjólinu. Eftir um 1 klukkutíma fundum við gaurana sem leigðu okkur hjólin, þeir ætluðu að sækja bilaða hjólið og láta okkur 4 fara á eitt hjól!! en við sögðum auðvitað að það gengi ekki upp, þannig að Viktor fór á hjólinu okkar og Matti aftan á hjá eigandanum. Það var 250 cc Kawasaki hjól. Eigandinn tók bilaða hjólið og Matti keyrði á 250 cc hjólinu heim með Viktor aftan á. ;)

Jæja þetta endaði með smá veseni því þeir voru ekki tilbúnir að gefa okkur afslátt því að allur dagurinn fór í að bíða en á endanum fengum við hjólin daginn eftir. Við nýttum þann dag á ströndinni um morguninn og fengum svo vespurnar seinnipartinn og þá var keyrt yfir á strönd þar sem við gátum séð sólsetrið.


Já næsti áfangastaður okkar var Puerto Princesa á eyju sem heitir Palawan. Við lögðum af stað öll 4 saman frá Boracay á einu tricycle með allar töskunar, það var alveg mögnuð ferð, sumir þurftu að hoppa út á ferð svo við drifum upp brekku, síðan á bát, þar eftir í rútu og þá vorum við kominn til Kalibo bæ sem er staðsettur stutt frá Boracay. Daginn eftir áttum við svo flug til Puerto Princesa, Matti og Fanney áttu flug með Airphil express en Binna og Victor með Cebu Pacific, bæði flugin milli lentu í Manila sem er höfuðborgin. Flugið okkar var fyrr um morgunninn en við þurftum bara bíða lengur í Manila svo fóru tvær flugvélar frá Manila til Puerto á svipuðum tíma. Við vorum að bíða eftir að komast inn í flugvélina okkar þegar við tókum eftir að eitthvað túrista par hljóp eins og brjálaðingar framm hjá okkur. Jú jú þetta voru Binna og Victor haha , flugvélin þeirra frá Kalibo til Manila hafði seinkað og þau rétt náðu fluginu. ;) þetta var svoldið skemmtilegt…

No comments:

Post a Comment