Wednesday, November 7, 2012

FILIPSEYJAR 2 - PALAWAN & EL NIDO

Eftir Borocay flugum við öll til Palawan, vestustu eyju Filipseyja. Við gistum eina nótt í aðal borginni Puerta Princesa og hittum 3 Hollendinga og 1 breta sem við fórum með að borða og svona.
Daginn eftir ætluðum við að sjá Underground river, sem er 1 af náttúruundrum veraldar eeen komumst að því að allt var fullbókað daginn eftir. Okkur var samt sagt að mæta á skrifstofuna um morguninn og vona það besta, en komumst ekki að. Við bókuðum ferð 5 dögum seinna og drifum okkur upp til El Nido.

Ferðin í van tók um 6 tíma, á hrikalegum vegi. Það er fólk að labba allsstaðar meðfram veginum og einu sinni keyrðum við á eitthvað sem við vorum viss um að væri manneskja... Nei þá var það bara kjúlli á grillið:)
Við komum svo á áfangastað rétt fyrir myrkur. Gistum á hóteli rétt fyrir utan bæinn og gátum notið sólarlagsins með bjór í sundlauginni!:)
El Nido er mjög fallegur staður og dagarnir þar einkenndust mikið af sundlaug, eyjahoppi, snorlki og tricycle ferðum í bæinn til að borða og fara á barinn. Við hittum Hollendingana og Bretann aftur þar og fórum út með þeim 2 kvöld.

Við vorum þarna í 4 nætur og fórum í 2 island hopping ferðir. Löbbuðum frá hótelinu útí sjó uppí bát og sigldum á hinar og þessar eyjar, snorkluðum, löbbuðum á beittum steinum og sáum ótrúlega falleg lón, strendur og fiska.Í báðum ferðum var stoppað á strönd í hádeginunog grillað ofaní okkur sem var mjög skemmtilegt.

Við borguðum líka gaur 1800 kr fyrir að fara með okkur í tricycle og labb upp að einhverjum fossi. Vorum reyndar að drepast úr þynnku og Fanney greiið næstum búin að beila, eeen harkaði af sér og þetta var hin fínasta frumskógarganga:)
Eins og ég sagði fórum við út í bænum 2 kvöld.
Matti bauð einum útlending í seaman (sjómann) sem hljómar eins og sæði á ensku og var eftir það kallaður David seaman... En þetta var aðal brandarinn það sem eftir var á Filipseyjum...! Strax á eftir þegar Victor þvoði sér uppúr súpunni auðvitað:)
Mér (Fanney) var hinsvegar boðið í partý með heimamönnum ásamt Hollensku stelpunni. Þeir ætluðu bara að fara að "buy something..." og fara svo heim til eins... Við afþökkuðum pent:)

Síðasta kvöldið fórum við snemma að sofa því við vorum sótt kl 5:00 til að keyra að neðanjarðar ánni og fara í siglingu á henni, inní hellinum. Svosem ekki tíðindamikil leiðin þangað en hellirinn með ánni var helvíti töff. Á leiðinni til baka fóru Matti og Victor í svona "zip line", renndu sér niður línu, í ól.
Keyrðum svo til Puerta Princesa og gistum aftur þar 1 nótt á öðru hosteli. Pöntuðum pizzu sem við fengum öll í magann af og klóstið var vatnslaust hálfa nóttina, svo það var ekkert hrikalega skemmtilegt. Sérstaklega þar sem Binna og Victor höfðu beðið lengi eftir sinni pizzu, tók fólkið 4 tilraunir að koma með rétta pizzu... Við átum bara okkar með bestu lyst. Góð pizza, slæmar afleiðingar:/
Daginn eftir skildust leiðir. Flugum öll í sama flugi til höfuðborgarinnar Manila, þar sem Binna og Victor áttu sitt næsta stopp en við Matti áttum tengiflug til Dumaguete, sem er sunnarlega, á eyjunni Negros. 

Við kvöddumst á vellinum og Fanney litla fór næstum að skæla:)

1 comment: