Thursday, November 15, 2012

FILIPSEYJAR 3 - DUMAGUETE


Við fórum til Dumaguete því þar er ódýrt og gott að taka Padi Open Water Diver, eða köfunarréttindi. Þar sem Matti er með réttindi, fór bara Fanney á 3ja daga námskeið. Fengum frítt airport pick up frá hótelinu og þau náðu í okkur með þetta fína skilti:)


Daginn eftir að við komum fór ég (Fanney) í köfunarbúðina til að horfa á kennsluvideo, fá bók og svara spurningum. Á meðan rölti Matti um, fór í verslun og að chilla uppá hóteli. Í versluninni kom annað slagið tilkynning í hátalara og eftir hana klöppuðu ALLIR starfsmenn og kölluðu "happy to serve" , fyndir þessir Filipseyjingar.

Næstu 2 daga var Fanney að kafa. Matti kom með báða dagana og snorklaði ýmist eða sat og drakk romm með gömlu köllunum:)



Ég tók 2 kafanir á dag, byrjaði grunnt og svo alltaf dýpra og dýpra. Tók próf og lærði inná milli og kennarinn var sko svaka ánægður með mig:) ég var hrikalega heppin og sá sæhest í fyrstu köfuninni!
Matti kom með í síðustu köfunina, þar sáum við Nemó fiska og potuðum í húsið þeirra. Það er mjög fyndið því fálmarnir á kóralnum grípa svona í mann. Svo vorum við líka svo heppin að sjá skjaldböku bara rétt hjá okkur og fylgjast með henni hálf afvelta í straumnum:)


Ég, kennarinn, annar leiðbeinandi og stelpa sem var að taka svipuð réttindi, ég var samt 
bara ein að læra:)

Þegar námsskeiðið var búið var ég nú dáldið búin á því líka svonþað var bara slappað af. Vorum á svo fínu hóteli að við höfðum sjónvarp og fínheit! 

Síðasta daginn sváfum við út og ákváðum svo að fara að reyna að sjá WhaleShark sem á að vera auðvelt að sjá á stað ekki of langt frá Dumaguete. Við tókum fyrst tricycle, svo ógó bát svo aftur tricycle. Löbbuðum að ströndinni og komumst að því að hákörlunum er bara gefið milli kl 6 og 13:00 og eftir það ekki hægt að sjá þá! Staffið á hótelinu var auðvitað ekkert að minnast á það þegar við vorum að spurja þau hvernig við kæmumst:) en við fórum bara sömu leið til baka og sáum allavega nýja eyju og heimkynni whaleshark þó það hafi verið hálfgerð fíluferð:)


Daginn eftir vorum við búin að vera um 3 vikur á Filipseyjum og tími til kominn að halda til Vietnam. Flugum fyrst til Manila (3ja stoppið á flugvellinum þar) og áttum flug um kvöldið til Hanoi, höfuðborgar Vietnam.

Næsta blogg er þá frá Vietnam þar sem við erum í augnablikinu að njóta lífsins:)

Knús í hús, Fanney og Matti

No comments:

Post a Comment